Grillaður gourmet kjúklingur

Kjúklingur klikkar aldrei eins og við vitum og hér erum við með uppskrift sem gerir lífið umtalsvert auðveldara og skemmtilegra. 

Fyrir þá sem óttast að nota mangó í matargerð þá fullvissum við ykkur um að það er að ástæðulausu. Mangó kemur með ótrúlega skemmtilegt bragð sem blandast vel við kjúklinginn og við hvetjum ykkur svo sannarlega til að prófa. 

Kjúklingur og mangó á teini

  • 1 mangó
  • 250 grömm af kirsuberjatómötum
  • 2 miðlungsstórar beinlausar og skinnlausar kjúklingabringur, skornar í strimla
  • 1 skammtur af appelsínumarmelaðisgrillsósu

Hráefni í grillsósuna:

  • ½ bolli tómatsósa
  • 2 msk. appelsínumarmelaði
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. eplasídersedik
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 msk. Worcestershiresósa
  • 1 msk. vatn

Aðferð:

  1. Þeyttu saman í potti þar til áferðin er slétt. Hitaðu að suðumarki við miðlungshita, taktu svo af hellunni.
  2. Leggðu bambusgrillpinnana í bleyti í vatn í a.m.k. 30 mínútur fyrir grillun. Flysjaðu mangóið. Skerðu langhliðarnar af og mundu að steinninn er sléttur og ávalur. Skerðu svo af skamhliðunum.
  3. Skerðu flysjað mangóið í u.þ.b. 2 og hálfs sentimetra bita. Skerðu kjúklinginn í langa strimla, um það bil 2 og hálfan sentimetra á breidd. Þræddu endann á strimlunum upp á pinnann. Settu mangóbita á pinnann, vefðu kjúklingnum utan um og festu við pinnann. Settu tómat á pinnann og haltu áfram að vefja kjúklingnum utan um tómatinn og festa við pinnann. Haltu svona áfram og settu til skiptis mangó og tómata, ásamt kjúklingnum.
  4. Grillaðu við lágan til miðlungshita, og penslaðu teininn með appelsínumarmilaðissósunni á meðan. Taktu af grillinu og berðu fram með sósu til að dýfa í. Njóttu vel.
mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert