Kjúklingarétturinn sem gerir alla glaða

Hér er öllu skellt inn í ofn á sama tíma. …
Hér er öllu skellt inn í ofn á sama tíma. Kjúklingur með pestó og ofnbakaðir smátómatar - stórkostlegt! mbl.is/Joe Lingeman/Kitchn

Hér er ein af þessum uppskriftum sem þú getur nánast gert blindandi og inniheldur ekkert „vesen“. Allt mjög einfalt í þessari matargerð og fá hráefni. Að sama skapi er þetta einstaklega bragðgóð uppskrift sem allir á heimilinu munu elska. Og ef svo ólíklega vill til að einhver afgangur verði á þessum kjúklingarétti, þá geymist hann í allt að 4 daga inn í ísskáp í lofttæmdu íláti.

30 mínútna pestó kjúlli (fyrir 4)

  • 4 bollar kirsuberjatómatar
  • 1 msk. ólífuolía
  • sjávarsalt og pipar
  • 4 kjúklingabringur frá Ali
  • ¼ bolli grænt pestó

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 200°C.
  2. Leggið tómatana á bökunarpappír á bökunarplötu. Stráið olíu yfir ásamt salti og pipar og veltið aðeins upp úr blöndunni. Dreyfið úr tómötunum á plötunni.
  3. Saltið og piprið bringurnar og leggið á bökunarplötuna. Setjið pestó ofan á hverja bringu.
  4. Hitið í ofni þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og tómatarnir bakaðir eða hafa jafnvel sprungið – sirka 25-30 mínútur.
  5. Berið fram kjúklinginn með tómötunum og jafnvel auka pestó til hliðar.
mbl.is/Joe Lingeman/Kitchn
mbl.is