Ofurkjúklingur á augabragði

mbl.is/Nigella Lawson

Hér er enginn venjulegur kjúklingur á ferðinni heldur titlast hann sem ofur og kemur beint úr smiðju hinnar kynngimögnuðu Nigellu Lawson sem eldar betri mat en flestir.

Ofurkjúklingur á augabragði

  • 1 tsk. hvítlauksolía (ólífuolía með hvítlauk í)
  • 4 góðar beikonsneiðar
  • 4 kjúklingabringur eða læri frá Ali
  • 100 ml hvítvín

Aðferð:

  1. Setjið olíuna á pönnuna og steikið beikonið uns það er brakandi stökkt og ferskt. Takið þá af pönnunni og setjið til hliðar.
  2. Steikið kjúklinginn í hvítlauks- og beikonolíunni í um það bil tvær mínútur á hvorri hlið. Pannan á að vera vel heit. Skerið í kjúklinginn til að athuga hvort hann sé steiktur í gegn. Best er ef hann brúnast dálítið vel að utan.
  3. Þegar þið eruð búin að fullsteikja kjúklinginn skal taka hann af pönnunni. Skerið niður beikonið og setjið á pönnuna ásamt hvítvíninu. Sjóðið nokkuð niður (ekki alveg) og hellið svo yfir kjúklinginn áður en þið berið hann fram.
mbl.is/Nigella Lawson
mbl.is