Kanilterta Þóru Guðmunds

mbl.is/Albert Eiríksson

Eins og frægt er orðið hefur Albert Eiríksson gert víðreist um landið í sumar og tekið hús á miklum matgæðingum og deilt uppskriftum þeirra með þjóðinni.

Hér gefur að líta forláta kaniltertu úr smiðju Þóru Guðmunds á Seyðisfirði. Uppskrifina að tertunni fékk móðir Þóru á Húsmæðraskólanum á Laugarvatni um miðja síðustu öld. Tertan er og hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en faðir hennar smíðaði skapalónið.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að heimsækja HÉR.

Kanilterta

  • 175 g smjör (við stofuhita)
  • 175 g sykur
  • 175 g hveiti
  • 1 egg
  • 1 tsk. kanill

Aðferð:

Setjið allt í hrærivélarskál og blandið vel saman. Smyrjið deigið þunnt út á vel smurða tertubotna. Bakið við 175°C í um 8 mín. eða þangað þeir hafa tekið örlítinn lit. Kaniltertan á myndinni er úr tvöfaldri uppskrift

Á milli: Þeyttur rjómi (í tvöfalda uppskrift Þóru fór einn lítri), epli og bananar

Ofan á: Bræðið saman í vatnsbaði 100 g af góðu dökku súkkulaði og 1-2 msk af góðri olíu og hellið yfir

Kakan sett saman: Leggið botn á disk. Smyrjið á þunnu lagi af þeyttum rjóma, leggið ofan á niðurskorin epli (skorin í þunnar sneiðar), síðan aftur þunnt lag af rjóma. Setjið næsta botn ofan á, rjóma, banana í sneiðum og aftur þunnt lag af rjóma. Svona koll af kolli þangað til allir botnarnir eru komnir saman. Dreifið súkkulaðinu yfir og skreytið með berjum.

mbl.is/Albert Eiríksson
Albert ásamt Þóru og Bergþóri Pálssyni.
Albert ásamt Þóru og Bergþóri Pálssyni. mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is