Þetta er ástæðan fyrir prumpulykt

Hvernig er prumpulyktin þín?
Hvernig er prumpulyktin þín? mbl.is/iStock

Hefurðu tekið eftir því að prump á það til að lykta misvel. Það getur farið allt eftir því hvað þú borðaðir. Rannsókn var gerð á prumpi í Monash University í Melbourne í Ástralíu og í ljós kom að prump lyktar ekki eins illa ef þú skerð niður matvörur sem innihalda mikið prótín.

Það þýðir að þegar prumpið þitt lyktar eins og úldin egg, þá kemur það frá brennisteinsefnum sem myndast þegar bakteríurnar í þörmunum fá prótín – ýmist úr kjöti, eggjum eða mjólkurvörum.

En það er einfalt að stýra ilminum frá prumpinu án þess að sleppa prótínunum. Í staðinn skaltu bæta prótíninntökuna með kolvetnum sem innihalda sterkju, eins og kartöflum, pasta og banönum, eins heilhveiti og aspas.

En af hverju lyktar manns eigið prump ekki eins illa og annarra? 

Ef þú tekur ekki fyrir nefið eða snýrð þér í hina áttina þegar þú finnur lyktina af eigin prumpi þá gæti ástæðan verið einföld. Þú ert í raun og veru vanur þinni eigin lykt og bregst ekki eins við og að finna lyktina af öðrum. Þú einfaldlega kýst eigin prumpulykt vegna þess að þú ert viðbúinn henni, heilinn þekkir hana vel og þú veist hvaðan hún kemur – frá þér.

Sumir telja að heilinn bregðist við eins og hætta sé á ferð þegar aðrir leysa vind. Þessi viðbrögð eiga víst rætur að rekja allt til þess tíma er mannfólkið gekk ekki í neinum fötum sem slíkum og þegar einhver prumpaði varð viðkomandi eins og smitberi.

mbl.is/iStock
mbl.is