Þetta áttu alltaf að eiga í skápunum

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Sumt verður ekki hjá því komist að eiga í skúffunum heima. Ólífuolía og parmesan eru á meðal þess sem mætti kalla staðalbúnað í eldhúsinu og verður alltaf að vera til.

Grísk jógúrt eða skyr

Snilldarmatvara sem getur bæði verið morgunmatur og kvöldsnarl. Þú getur notið þess með smávegis af ávöxtum eða múslí fyrir utan að vera fullkomið í dressingar og sósur.

Egg

Fullt hús matar! Egg eru prótínrík og innihalda meira en 15 vítamín og steinefni. Þau eru frábær morgunmatur og á kvöldin má nota þau í bragðgóðar ommelettur.

Frosin ber

Það er ómissandi að eiga frosin hindber og jarðarber í frysti. Handfylli af berjum saman við jógúrt og hunang í næsta smoothie.

Tómatar í dós

Það eru til ótal útgáfur af tómötum í dós. Sjáðu til þess að kaupa 3-4 dósir í næstu búðarferð til að eiga alltaf í pastasósu eða út í aðra fljótlega rétti sem þér dettur í hug að matreiða.

Parmesan

Ætti að vera skyldueign í hverjum ísskáp. Það jafnast fátt við nýrifinn parmesanost yfir annars látlaust pasta sem gerir réttinn að stjörnumáltíð.

Pasta og hrísgrjón

Matvæli sem eiga alltaf að vera til í skápunum. Prófaðu að kaupa til skiptis ljós og brún hrísgrjón og pasta til að auka fjölbreytnina.

Ólífuolía

Góð ólífuolía er staðalbúnaður í hverju eldhúsi og ekkert meira um það að segja.

Kraftur

Þú getur reddað þér í mörgum réttum með því að eiga góðan kraft í skúffunum. Grænmetiskraft eða nautakraft – eða bara allt þar á milli.

Sumar matvörur eiga alltaf að vera til í skápunum heima. …
Sumar matvörur eiga alltaf að vera til í skápunum heima. Ef ekki, þá þarf að bæta þeim á innkaupalistann. mbl.is/Colourbox
Pasta og hrísgrjón eru á meðal þess sem er alltaf …
Pasta og hrísgrjón eru á meðal þess sem er alltaf gott að eiga í eldhúsinu. mbl.is/Colourbox
mbl.is