Þetta ættir þú aldrei þvo í uppþvottavél

mbl.is/Colourbox

Í ljósi þess að við vorum að fjalla um kristalsglös og meðferð á þeim er ekki seinna vænna en að árétta að kristalsglösin mega alls ekki fara í uppþvottavélina. En kristalsborðbúnaðurinn er ekki það eina sem er á bannlista því hér er listi yfir það sem má alls ekki fara í uppþvottavélina.

  • Silfurhnífapör
  • Steypujárn
  • Viðaráhöld
  • Viðarskurðarbretti
  • Plastílát (athugið að sumt plast má ekki fara í uppþvottavélina - sérstaklega ekki lélegt plast þar sem hitinn getur losað BPA úr plastinu)
  • Teflonhúðuð eldhúsáhöld
  • Hitabrúar og hitaglös
  • Alvöru hnífar
mbl.is