Kjúklingaréttur sem rífur í

Ljósmynd/Hanna

Það er fátt betra en góður kjúklingaréttur sem fer með bragðlaukana á flug. Þessi er klárlega í þeim flokki og uppskriftin kemur frá henni Hönnu sem er alltaf að deila áhugaverðum uppskriftum á matarblogginu sínu hanna.is.

„Það er alltaf gott þegar kjúklingaréttir rífa svolítið í og það á sérstaklega við þegar eldað er með chili. Þessi réttur fannst upphaflega í Fréttablaðinu og er vinsæll á heimilinu. Eins og oft áður hefur uppskriftin tekið breytingum og þess vegna er rétturinn settur hér inn,“ segir Hanna um þennan rétt sem er vel þessi virði að prófa. 

Kjúklingaréttur sem rífur í  

  • 1 bakki úrbeinuð kjúklingalæri
  • 3 msk. maizenamjöl
  • 1 egg
  • Salt og pipar
  • 1 rauð papríka – skorin í litla bita
  • 1 rauður ferskur chilipipar skorinn smátt (fræ mega vera með en því fleiri – þeim mun sterkari verður rétturinn)
  • 1 dl Cashew hnetur
  • 3 vorlaukar – skornir í litla bita

Sósa

  • 4 msk. sojasósa
  • 1 tsk. chiliflögur – þurrkaðar
  • 3 pressuð hvítlauksrif
  • 3 msk. hunang
  • 1–2 tsk. chilimauk (t.d. sembal oelek)
  • 1–2 msk. Sriracha Hot Chili-sósa

Kjöt

  1. Kjúklingalæri skorin í litla bita og sett í skál
  2. Egg sett yfir kjúklinginn ásamt maizenamjöli – saltað og piprað
  3. Hrært saman og látið standa í skálinni

Sósa

  1. Allt hráefnið sett í skál – hrært saman

Samsetning

  1. Olía sett á pönnu og hún hituð – kjúklingur steiktur þar til hann er steiktur í gegn
  2. Tekinn af pönnunni og settur í skál
  3. Paprika, hnetur og chili sett á heita pönnuna og steikt í stutta stund
  4. Kjúklingur settur aftur á pönnuna og sósunni hellt yfir – látið malla í stutta stund
  5. Rétturinn borinn fram á pönnunni eða settur í skál – ferskum vorlauk stráð yfir

Meðlæti:

Soðin hrísgrjón og/eða salat

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert