Undrakraftar uppþvottavélatöflunnar

Húsráð okkar að þessu sinni er hvernig við getum nýtt uppþvottavélatöflur á fleiri vegu en í uppvaskið. Töflurnar góðu eru tær snilld þegar kemur að þrifum bæði innan og utan dyra á heimilinu. Þú getur hreinsað pönnurnar þínar, garðhúsgögnin og klósettið svo eitthvað sé nefnt – allt með einni blöndu. 

Strik á veggjum og gólfi
Blandaðu 3,5 lítra af heitu vatni saman við uppþvottavélatölfluna og notaðu svamp við verkið. Öll strik og merki munu hverfa af veggjum og gólfi – því er algjör óþarfi að æsa sig yfir listaverkum yngstu fjölskyldumeðlimanna hér eftir. 

Þrífðu baðkarið
Þú færð baðkarið til að verða eins og nýtt með því að setja eina töflu í baðkar fullt af vatni. Sama gildir um salernið  þar sem þú leyfir töflunni að leysast upp í salernisvatninu. Akkúrat það sem við þurfum að gera fyrir jólin!

Olíublettir

Notaðu blönduna góðu á olíubletti sem koma eftir bílinn þinn í innkeyrslunni – alveg ótrúlegt hvað allt mun renna af á skammri stundu.

Uppþvottavélatöflur má nota á marga vegu.
Uppþvottavélatöflur má nota á marga vegu. mbl.is/Colourbox
mbl.is