Besta leiðin til að pússa silfur

Nú er tíminn til að pússa silfrið fyrir jólin.
Nú er tíminn til að pússa silfrið fyrir jólin. mbl.is/Colourbox

Það er tími til að draga fram silfrið og pússa í sparifötin fyrir jólin. Hér eru réttu ráðin um hvernig best er að meðhöndla silfrið.

Svona færðu silfríð skínandi fínt á ný

  • Klæddu bala með álpappír og leggðu silfrið í balann.
  • Helltu matarsóda yfir og því næst sjóðandi heitu vatni þannig að það hylji silfrið. Láttu standa í nokkrar mínútur og skolaðu þá með volgu vatni.
  • Pússaðu því næst með mjúkum og þurrum klút.

Forðist salt
Silfur er almennt ekki hrifið af salti, víni og ediki, hvað þá ávöxtum og matarleifum sem standa í lengri tíma. Eftir notkun er gott að þvo silfrið í heitu vatni með smá súlfó – því næst þurrka yfir með þurrum klút. Setjið aldrei silfrið í uppþvottavél þar sem efni í þvottaefninu eru ekki góð fyrir silfrið. Passið að koma sem minnst við silfrið eftir að hafa þrifið það vel, þar sem seltan á húðinni getur gefið svarta bletti.

Notið frystipoka
Best er að pakka silfrinu inn í silkipappír eða mjúka bómullarklúta og geyma í þéttlokanlegum frystipokum.

mbl.is/Colourbox
mbl.is