Nýtt pönnukökumix komið í verslanir

Kaja Organic hefur sett á markað nýja vöru en það er amerískt pönnukökumix sem er sérhannað fyrir þá sem eru vegan, með eggja- og mjólkuróþol eða bara þá sem vilja eitthvað fljótlegt, þægilegt og bragðgott.

Mixið er fljótlegt og hér má sjá eina skemmtilega útfærslu sem einnig er hægt að fá á Cafe Kaju á Akranesi.

Þrjár amerískar pönnukökur gerðar úr Kaju-mixi sjá uppskrift

Amerískar pönnukökur að hætti Kaju
  • ½ lífrænt epli
  • 30g af 70% súkkulaði frá Saveurs et nature
  • ½ dl af ristaðri valhnetuolíu frá Vigean
  • tæplega ½ dl af hlynsírópi

Deig:

  • 150 g af Kaju-mixi
  • 3/4 bolli vatn
  • 2 msk. olía
  • 1 tsk. vanilludropar

Látið deigið standa í 10 mínútur. Setjið tæplega 1/4 bolla af deigi á pönnu fyrir hverja pönnuköku.

Samsetning:

Bakið þrjár pönnukökur, saxið epli og súkkulaðið í hæfilega bita og setjið á milli og á toppinn, hellið ristuðu valhnetuolíunni og hlynsírópi yfir.

Pönnukökumixið fæst í Hagkaupum, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúri Kaju Akranesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert