Hátíðarpavlova eins og þær gerast bestar

Ljósmynd/Sylvía Haukdal

Það er fátt jafn hátíðlegt og vel heppnuð pavlova. Þessi útgáfa er með þeim betri enda mikið lagt í. Hér gefur að líta bæði ganache og jarðarberjamús sem gera ótrúlega mikið fyrir bragðið. Sé berjunum bætt við er komin hin fullkomna kaka sem erfitt er að standast.

Uppskriftin kemur úr smiðju Sylvíu Haukdal.

Hátíðarpavlova eins og þær gerast bestar

Pavlova

 • 225 g eggjahvítur
 • 350 g sykur
 • 1 msk maísenamjöl
 • 1.5 tsk. hvítvínsedik
 • 1-2 tsk. sítrónubörkur

Súkkulaði-ganache

 • 60 g dökkt súkkulaði
 • 35 g rjómi

Royal-jarðarberjamús

 • 400 ml rjómi
 • 400 ml Millac-jurtarjómi
 • 1/2 pakki Royal-jarðarberjabúðingur
 • 10 stk. jarðarber
 • 2 tsk. sítrónusafi

Aðferð

Pavlova

 • 1) Við byrjum á því að stilla ofninn á 120° (viftu).
 • 2) Tökum sykurinn og setjum í matvinnsluvél eða notum caster sugar.
 • 3) Næst setjum við eggjahvíturnar í hrærivél og þeytum á miðlungshraða þar til hvíturnar eru orðnar léttþeyttar.
 • 4) Þegar eggjahvíturnar eru orðnar léttþeyttar bætum við sykrinum saman við, einni matskeið í einu. Þegar allar sykurinn er kominn saman við þeytum við blönduna á miðlungshraða þar til við finnum ekki fyrir sykrinum þegar við tökum smá á milli fingrana og nuddum saman.
 • 5) Næst blöndum við hvítvínsediki, maísenamjöli og sítrónuberki saman og bætum svo út í eggjahvítublönduna þegar hún er klár. Pössum að þeyta ediksblönduna vel saman við í u.þ.b. 45 sekúndur.
 • 6) Nú teiknum við 20 cm hring á bökunarpappír og setjum pavlovudeigið á miðjan hringinn og dreifum úr.
 • 7) Svo fer pavlovan inn í ofn við 120°C í 90 mínútur, þegar 90 mínútur eru liðnar slökkvum við á ofninum og leyfum pavlovunni að kólna í ofninum yfir nótt.

Súkkulaði-ganache

 • 1) Hitum rjómann upp að suðu.
 • 2) Hellum rjómanum yfir súkkulaði (saxað eða bita) og leyfum að standa í 1-2 mínútur áður en við hrærum því saman.

Royal-jarðarberjamús

 • 1) Við byrjum á að setja rjóma, jurtarjóma og Royal-jarðarberjabúðing í hrærivél og þeytum þar til stífþeytt,
 • 2) Svo skerum við jarðarberin í litla bita og hrærum saman við jarðarberjarjómann ásamt sítrónusafanaum.

Samsetning

 • 1) Við byrjum á því að dreifa úr súkkulaði-ganache yfir pavlovuna.
 • 2) Næst setjum við jarðarberjamúsina yfir og dreifum vel úr henni, mér finnst gott að setja hana ekki alveg út á kantana heldur skilja eftir u.þ.b. 1 cm
 • 3) Að lokum skreytum við með fallegum berjum, myntu og stráum smá flórsykri yfir.
Ljósmynd/Sylvía Haukdal
mbl.is