Skúli fagnar afmælinu með pompi og prakt

Ljósmynd/Björn Árnason
<p>Á morgun, fimmtudaginn 19. desember, fagnar Skúli Craftbar fimm ára afmæli sínu og af því tilefni verður blásið til mikillar veislu. Að sögn Björns Árnasonar hjá Skúla var haft samband við þrjú brugghús fyrr á árinu og þau beðin um að brugga sérlegan bjór af þessu tilefni. Eina skilyrðið var að bjórarnir þyrftu allir að vera ólíkir en fleiri voru kvaðirnar ekki.</p> <p>Brugghúsin sem um ræðir eru RVK Brewing, Malbygg og Borg Brugghús.</p> <p>„Malbygg er með heslihnetu & vanillu útgáfu af Bjössa Bollu sem er bruggaður með kókosbollu. RVK Brewing er með kirsuberja og rifsberja súrbjór sem er sýrður með skyri og toppaður með dassi af vanillu og Borg brugghús er með bjór sem þeir kalla Skúli Skúli og er Doubble IPA bjór sem kemur bæði á dælu og í dós og verður því fáanlegur í Vínbúðum einnig."</p> <p>„Veislan hefst á morgun klukkan 17 og verður gestum boðið upp á vænar veitingar og afmælisköku sem verða bollakökur með smjörkremi sem inniheldur Bjössa bollu. Svo verður Happy Hour allt kvöldið þannig og við vonumst til að sjá sem flesta enda verður mikið um dýrðir," segir Björn að lokum.</p> <p>Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn </p><a href="https://www.facebook.com/events/471360290177993/" target="_blank">HÉR</a><p>.</p> <p> </p>
Ljósmynd/Björn Árnason
mbl.is