Veislumáltíð Berglindar

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hamborgarhryggur mun leika aðalhlutverk á ansi mörgum heimilum á aðfangadag og því eins gott að vera með á hreinu hvernig á að elda hann. Hér er uppskrift frá hinni einu sönn Berglindi Hreiðars á Gotteri.is sem stendur í ströngu nú fyrir jólin enda er hún höfundur hinnar rómuðu Veislubókar sem þykir einstaklega vel heppnuð og svo auðvitað afskaplega gagnleg. Berglind er ekkert að tvínóna við hlutina og hér er hún með frábæra uppskrift að hamborgarhrygg og sósu sem á eftir að bræða einhver hjörtu.


Hamborgarhryggur

  • Hamborgarhryggur um 2-2,5 kg
  • 1 l vatn
  • 4 msk. púðursykur
  • 1 tsk. Dijon sinnep
  • 1 tsk. tómatsósa
  • 3 msk. rjómi
  • 3-4 ananassneiðar

Aðferð:

Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Leyfið að bubbla aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.

Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C.

Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind, penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið hryggin einu sinni til tvisvar á meðan hann er í ofninum á þessum tíma.

Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar.

Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló, lengri tíma

Sósa

  • 2 skalottlaukar
  • 2 msk. smjör
  • 1 pk Toro Brun Saus
  • 1 pk Toro Saus til Steg
  • 500 ml rjómi
  • 350 ml vatn
  • 1 msk. fljótandi svínakraftur
  • 1 tsk. rifsberjasulta

Aðferð:

Saxið laukinn smátt og steikið upp úr smjöri við miðlungshita þar til laukurinn mýkist.

Hellið vatni og rjóma út í pottinn og pískið duftinu úr báðum sósupökkunum saman við.

Hitið að suðu og hrærið reglulega í allan tímann.

Bætið krafti og sultu saman við og leyfið sósunni að malla þar til annað er tilbúið og hrærið reglulega í á meðan.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert