Kjúklingaréttur sem snýr þér í hringi

Ljósmynd/María Gomez

Þetta er skrítin fyrirsögn enda á þessi réttur eftir að koma ykkur verulega á óvart. Það er engin önnur en María Gomez á Paz.is sem á þessa uppskrift en hér blandar hún saman bbq sósu og jarðarberjum. Áhugaverð blanda sem er vel þess virði að prófa.

Kjúklingabringur með jarðarberjum og BBQ-sósu

  • 4 bringur 
  • 1/2 lítill rauðlaukur smátt skorinn
  • 2 msk. ólífuolía 
  • 1 bolli Hunts BBQ-sósa 
  • 2 msk. púðursykur
  • 2 msk. balsamikedik
  • 2 msk. hunang 
  • 8-10 stk. fersk jarðarber
  • 1 dl rjómi
  • salt og pipar

Aðferð

    1. Byrjið á að hita ofninn á 190°C, blástur.
    2. Skerið svo bringurnar þvert fyrir miðju þannig að úr verði tvær þunnar bringur úr einni
    3. Hitið olíu á pönnu og steikjið bringurnar þar til er komin smá gylling á þær, þurfa ekki að stikna í gegn, saltið þær og piprið.
    4. Takið bringurnar af pönnuni og setjið í eldfast mót.
    5. Steikjið svo smátt skorinn laukinn upp úr sömu olíu og kjúklinginn og saltið létt yfir
    6. Hellið svo BBQ-sósunni, balsamikedikinu, púðursykrinum og hunanginu út á og lækkið undir.
    7. Leyfið sósunni að þykkna og bætið þá við 1 dl rjóma.
    8. Sjóðið í nokkrar mínútur og hellið svo yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu.
    9. Hafið í ofni í 25 mínútur.
    10. Skerið niður jarðarberin í þunnar skífur.
    11. Þegar rétturinn er til úr ofninum eru jarðarberin sett út á hann heitan og hrært saman við.
    12. Berið fram með kartöflumús eða frönskum eða cous cous og fersku salati.

Punktar

Ef þið óttist að jarðarberin verði eitthvað leðjuleg ofan í réttinum þá er það alveg óþarfi, ef þau eru sett út í þegar rétturinn kemur úr ofninum verða þau alveg fullkomin.

Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert