Ástæða þess að ekki má þeyta egg í plastskál

mbl.is/moyerschicks.com

Nú gæti einhver haldið að við værum gengin af göflunum en þetta er í alvörunni það sem sérfræðingarnir segja. Gott ef það var ekki Sirrí í Salt eldhúsi sem laumaði þessu að okkur og það er fátt sem hún veit ekki.

Mælt er með því að þeyta eggjahvítur í stál- eða glerskál þar sem fita frá fyrri notkun getur leynst í rispum í plastskálum. Komist fitan í tæri við eggjahvíturnar missa þær mátt sinn og ná ekki að verða vel loftkenndar. 

mbl.is