Humar og brie með chili-majó

Þeir Anton og Bjarki Þór eru matgæðingum betur kunnir sem Matarmenn en þeir njóta mikilla vinsælda og þykja sérlega snjallir í eldhúsinu. Hér reiða þeir fram geggjaðan humarrétt sem kemur skemmtilega á óvart.

„Okkur langaði að útbúa öðruvísi forrétt fyrir jólin svovið tvinnuðum saman þau skemmtilegu hráefni semflestir tengja við jólin. Útkoman varð þessi frábæra jóla-snitta sem tekur bragðlaukana vægast sagt í ferðalag! Það er í raun ekki hægt að lýsa því ferðalagi með orðum og því mælum við eindregið með því að fólk prófi þessa skemmtilegu útfærslu.“

Uppskriftin kemur úr Hátíðamatarblaði Matarvefsins og Hagkaups sem inniheldur kynstrin öll af gourmet uppskriftum. Hægt er að nálgast blaðið HÉR.

Humar og brie með chili-majó

Fyrir 6

  • 2 laufabrauð
  • 150 g brie-ostur
  • 1 klementína (köld)
  • 30 g fersk steinselja
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 50 g smjör
  • 12 humarhalar
  • ½ bolli hvítvínsalt eftir smekk

1.Takið humarhalana úr skelinni, garnhreinsið, skolið og leggið til hliðar. Brjótið laufabrauðið í munnbitastærð, eða þannig að humarhalinn komist auð-veldlega fyrir síðar í ferlinu. Skerið brie-ostinn í litlarsneiðar og leggið á laufabrauðið.

2. Hitið ofninn í 200°C, blástur. Skerið nú steinseljuna mjög smátt ásamt hvítlauknum. Hitið pönnu á rúmlega miðlungshita, bætið smjörinu á pönnuna.

3. Þegar smjörið er bráðnað er steinselju og hvítlaukbætt á pönnuna.

4. Eftir að hvítlaukurinn og steinseljan hafa mallað í 2 mínútur er humrinum bætt á pönnuna, eftir 3 mínútur er hvítvíni bætt á pönnuna og humarinn látinn malla í 3 mínútur í viðbót (u.þ.b. 6 mínútur í heild, eða þar til hann er eldaður í gegn).

5. Laufabrauðið fer nú inn í ofn í 2 mínútur.

Borið fram: Chili-majó ofan á ostinn, humarhalinn einnig ofan á ostinn og kaldur klementínubátur til hliðar. Parast einstaklega vel með hvítvíni.

Chili-majó

  • 100 g japanskt majónes
  • 1 tsk. sriracha-sósa

Hrært saman í skál.

Þeir Anton og Bjarki Þór eru galdramenn í eldhúsinu.
Þeir Anton og Bjarki Þór eru galdramenn í eldhúsinu. Eggert Jóhannesson
mbl.is