Besta leiðin til að þrífa skítug blöndunartæki

Það jafnast ekkert á við vel þrifinn vask.
Það jafnast ekkert á við vel þrifinn vask. mbl.is/Colourbox

Það er ekkert eins óspennandi og grútskítug blöndunartæki – það langar engan að skrúfa frá hananum og þvo sér um hendurnar í slíkum aðstæðum.

Ef blöndunartækin eru farin að láta á sjá, og þá ryðguð eða hafa bara alls ekki verið þrifin í mjög langan tíma er bestu lausnina við því hér að finna. Blöndunartæki úr ryðfríu stáli geta fengið ljóta áferð og ef það er tilfellið heima hjá þér, skaltu grípa sítrónu í hönd.

Skerðu sítrónuna til helminga og nuddaðu blöndunartækin vel með sítrónunni. Á endanum færðu skínandi hrein blöndunartæki og dásamlegan ilm í leiðinni.

Sítrónur eru algjört „töfratæki“ þegar kemur að þrifum.
Sítrónur eru algjört „töfratæki“ þegar kemur að þrifum. mbl.is/Colourbox
mbl.is