Eldhúsleyndamál atvinnumannanna

Næst þegar þig vantar bara nokkra sítrónudropa skaltu ekki skera …
Næst þegar þig vantar bara nokkra sítrónudropa skaltu ekki skera í sítrónuna heila, heldur stinga í hana með prjóni (jafnvel trépinna) og kreista þannig safann út. Þá fer ekkert til spillis. mbl.is/Colourbox

Við erum langt í frá að vera alvitur þegar kemur að eldhúsverkum og mat – en þá er frábært að vita aðeins meira. Eins og hvernig sé best að sporna við að sveppirnir verði blautir og slímugir í ísskáp? Hér eru svörin við öllu því sem þú hefur velt fyrir þér til þessa en aldrei fengið svar við.

Það er algjör óþarfi að henda góðu kampavíni sem ekki …
Það er algjör óþarfi að henda góðu kampavíni sem ekki klárast kvöldið áður. Skelltu einni rúsínu eða tveimur í flöskuna og búblurnar munu haldast ferskar. mbl.is/Colourbox
Við þekkjum það að taka fram sveppabox sem hefur legið …
Við þekkjum það að taka fram sveppabox sem hefur legið í ísskáp í nokkra daga og sveppirnir eru orðnir slímugir og klístraðir. Til að sporna við að þetta gerist er eina vitið að pakka þeim inn í eldhúsrúllu og setja þannig inn í ísskáp. mbl.is/Colourbox
Svipað ráð og með sveppina, þá er stórsnjallt að leggja …
Svipað ráð og með sveppina, þá er stórsnjallt að leggja eldhúspappír neðst í grænmetisskúffuna, því pappírinn mun draga í sig allan raka sem kemur af grænmetinu – sem rotnar því síður svo fljótt. mbl.is/Colourbox
Ef þú ert með einhverja ávexti sem þú vilt að …
Ef þú ert með einhverja ávexti sem þú vilt að þroskist aðeins hraðar þá er eina vitið að setja epli saman með ávextinum í pappapoka. Því eplið gefur frá sér efnið „ethylengas“ sem hraðar þroskanum hjá öðrum ávöxtum. mbl.is/Colourbox
mbl.is