Hin stórkostlega Gateau Marcel

Þessi uppskrift er ein þeirra sem kalla á að náð sé í skærin og hún klippt út. Hér erum við að tala um hina stórkostlegu frönsku súkkulaðiköku Gateuu Marcel sem margir telja bestu súkkulaðiköku veraldar.

Gateau Marcel er frönsk súkkulaðikaka sem er bökuð en síðan er deig sett yfir kalda kökuna sem krem. Kakan kemur úr smiðju Guðrúnar Ýrar Eðvaldsdóttur, matarbloggara og meistarakokks, sem heldur úti hinni stórskemmtilegu síðu Döðlur & smjör. Hún segir uppskriftina upphaflega komna frá Hjalta Lýðssyni konditormeistara. Hún segist hafa orðið dolfallin við fyrsta smakk og hún hafi bakað hana reglulega síðan.

Gateau Marcel

  • 125 g súkkulaði, dökkt
  • 125 g hrásykur
  • 125 g smjör
  • 75 g eggjarauður
  • 100 g eggjahvítur
  • 50 g flórsykur

Aðferð:

Hitið ofn í 150°C. Bræðið saman súkkulaði, hrásykur og smjör í vatnsbaði. Hitið upp að u.þ.b. 70°C, þá er skálin tekin úr vatnsbaði. Eggjarauðunum er hellt saman við á meðan hrært er í. Látið standa í kæli í 15-20 mín. Þeytið saman eggjahvítur og flórsykur, þangað til stífþeytt. Smyrjið smelluform með smjöri. Blandið öllu varlega saman og bakið í 35-40 mín. Leyfið kökunni að kólna og þá er uppskriftin endurtekin, nema í þetta skipti er nýja deigið sett ofan á bökuðu kökuna. Hafið kökuna í frysti í 5 klst. áður en formið er tekið.

Sigtið kakó yfir kökuna og skreytið með ferskum berjum, hindber passa sérstaklega vel með kökunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »