Brauðrétturinn sem sló öll met

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Ef einhver veit hvernig á að galdra fram geggjaðar veitingar í veisluna þá er það Berglind Hreiðars á Gotteri.is. Hún segir að þessi brauðréttur hafi slegið öll met og að smjörsteikja ferskan aspas lyfti honum á æðra stig.

Papriku- & pepperoni-ostabrauðréttur

 • 1 x pepperoni-ostur frá MS
 • 1 x paprikusmurostur frá MS
 • 500 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
 • 200 g sveppir
 • 12 stk. ferskur aspas
 • 200 g skinka
 • 10 brauðsneiðar
 • Smjör til steikingar
 • Salt og pipar
 • Rifinn mozzarella-ostur frá Gott í matinn

Aðferð:

 1. Skerið skorpuna af 10 brauðsneiðum og geymið.
 2. Rífið pepperoni-ostinn niður með rifjárni og setjið í pott ásamt paprikusmurosti og 250 ml af matreiðslurjóma. Hitið þar til ostarnir hafa samlagast rjómanum og bætið þá restinni af matreiðslurjómanum saman við og hrærið vel, leggið til hliðar.
 3. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar, geymið.
 4. Skerið aspasinn í munnstóra bita, steikið upp úr smjöri og kryddið til með salti og pipar, geymið.
 5. Skerið skinkuna niður í bita og leggið til hliðar.
 6. Samsetning: Smyrjið eldfast mót vel með smjöri og raðið brauði yfir allan botninn. Stráið sveppunum yfir brauðið og um 1/3 af sósunni. Setjið þá næsta lag af brauði og skinkuna ofan á það ásamt 1/3 af sósunni. Þá kemur síðasta lagið af brauði, aspas, restin af sósunni og vel af rifnum osti yfir allt saman.
 7. Hitið við 180° í um 25-30 mínútur eða þar til osturinn verður gylltur.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is