Fallegustu eldhúsinnréttingarnar þótt víðar væri leitað

Eldhúsinnréttingarnar frá Garde Hvalsøe eru einstakar og sérsmíðaðar eftir þínu …
Eldhúsinnréttingarnar frá Garde Hvalsøe eru einstakar og sérsmíðaðar eftir þínu höfði. mbl.is/©Morten Soeby

Garde Hvalsøe er danskt innréttingafyrirtæki, eitt það vandaðasta sem við höfum séð til þessa – og það með eigin augum. Á bak við Garde Hvalsøe er óhætt að fullyrða að sé fólk sem kann sitt fag, sem nostrar við hvern sentimetra í smíðum sínum.

Garde Hvalsøe var stofnað árið 1990 og býr að sömu hugsjón í dag og fyrir 30 árum —  að skapa einstök húsgögn og innréttingar með áherslu á einfaldleikann og heiðarlega hönnun. Í dag starfa hjá fyrirtækinu einn arkitekt og þrír húsgagnasmiðir.

Teymið hjá Garde Hvalsøe heldur því fram að gæðahönnun sé ekki svo flókin. Þetta snúist allt um val á góðu efni og að sinna forvinnunni vandlega með hugann við hvert viðkomandi innrétting eigi að fara. Þau segjast ekki fylgja ákveðnum straumum og stefnum heldur reyna að ná sem bestri fagurfræðilegri virkni með óþarfa skreytingum og smáatriðum. Eins leggja þau mikið upp úr því að gera verkefnið að ógleymanlegri upplifun fyrir viðskiptavininn og veita persónulegar ráðleggingar og þjónustu.

Það finnast engin tré tvö eins í heiminum og Garde Hvalsøe heldur fast í þá skoðun að skerða aldrei gæðin hvað efnisval varðar — og heldur ekki þegar kemur að hönnuninni sjálfri. Garde Hvalsøe býður ekki upp á „one size fits all“, því þeir sérsmíða hágæðainnréttingar eftir þínum þörfum. Og því eru engar tvær innréttingar eins. Þess má geta að helstu stjörnukokkar Danmerkur hafa valið eldhús frá Garde Hvalsøe heim til sín. Til að mynda René Redzepi, sem er yfirkokkur á hinum rómaða veitingastað Noma, og Nicolai Nørregård, sem rekur sjö veitingastaði, þar af eru tveir með Michelin-stjörnu.

Þetta undurfagra eldhús er í eigu René Redzepi, yfirkokks hins …
Þetta undurfagra eldhús er í eigu René Redzepi, yfirkokks hins margrómaða veitingastaðar Noma í Danmörku. mbl.is/©Anders Hviid
Innréttingarnar frá Garde Hvalsøe eru einstakar og líkjast helst fallegri …
Innréttingarnar frá Garde Hvalsøe eru einstakar og líkjast helst fallegri mublu inn á heimilinu. mbl.is/©Stine Christiansen
Maður sér handbragðið frá Garde Hvalsøe, langar leiðir.
Maður sér handbragðið frá Garde Hvalsøe, langar leiðir. mbl.is/©OeOStudio
mbl.is/©Peter Theglev
Einstaklega falleg smíði hjá fagfólki sem kann sitt fag.
Einstaklega falleg smíði hjá fagfólki sem kann sitt fag. mbl.is/©Morten Soeby
mbl.is/©Morten Soeby
Litavalið á veggnum er geggjað á móti dökkri innréttingunni.
Litavalið á veggnum er geggjað á móti dökkri innréttingunni. mbl.is/©Morten Soeby
mbl.is