16 fæðuteg­und­ir sem á alls ekki að geyma í kæli

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Fæst gætum við lifað án ísskápa enda eru þeir algjör snilldaruppfinning. Hins vegar eigum við það til að geyma flestallt þar inni en þó eru ákveðin matvæli sem geymast bara alls ekki vel í kæli. 

Avókadó: Það þroskast mun fyrr við stofuhita.

Basil: Ferskan basil skyldi ávallt geyma við stofuhita í vatni. Þetta á við um allar kryddjurtir.

Paprika: Í kæli verður paprikan ekki jafnstökk.

Agúrka: Þetta eru algeng mistök. Þess í stað skal geyma agúrku í plasti við stofuhita.

Súrar gúrkur: Þær eru þegar í góðum geymsluvökva.

Laukur: Laukur verður mjúkur og myglar í kæli. Það er rakinn sem því veldur. Lauk skal geyma á þurrum og svölum stað. Alls ekki í plasti.

Hvítlaukur: Hann verður hálfgúmmíkenndur í kæli.

Kartöflur: Best er að geyma þær í bréfpoka á dimmum og svölum stað.

Tómatar: Við stofuhita ná þeir mestu bragðgæðunum og verða safaríkari. Bananar: Þurfa lofthita til að þroskast.

Ber: Skyldi geyma við stofuhita. Rakinn í kælinum skemmir þau. Það er jafnframt mælt með að þau séu skoluð rétt fyrir neyslu – ekki fyrr.

Sítrusávextir: Geymdu þá uppi á eldhúsbekk og passaðu vel upp á að losa þig við þá sem eru farnir að mygla þar sem myglan getur dreift sér hratt.

Sterk sósa: Edikið í sósunni sér um að varðeita hana. Einungis sósur sem innihalda rjóma ætti að geyma í kæli.

Sojasósa: Geymist vel í skáp í allt að ár.

Smjör: Það er nánast dauðasynd að geyma smjör í kæli. Það skyldi alltaf geyma við stofuhita svo það sé mjúkt og auðvelt að meðhöndla.

Hunang: Verður hart.

Hnetusmjör: Verður líka hart eins og hunang.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert