Brjáluð sala á bökunarvörum

Ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvað þjóðin er að bardúsa bak við luktar dyr þá upplýsist það hér með að hún er ekki að líkamsrækt ef marka má sölutölur á bökunarvörum.

Að sögn Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa Síríus hefur orðið mikil söluaukning í bökunarvörum hjá fyrirtækinu og það sama segja önnur fyrirtæki. Betty Crocker rýkur út og ljóst er að þjóðin er í sæluvímu heima að baka ef marka má þessar fréttir.

Hér að neðan gefur að líta nokkur stórkostleg kennslumyndbön í bakstri sem enginn áhugamaður um almennan bakstur má láta framhjá sér fara.

mbl.is