Svona bakar þú bestu skúffuköku í heimi

Hvernig er hægt að baka einfalda og fáránlega auðvelda köku sem er samt svo góð að gamlar konur fara að gráta og börn bjóða þér í afmælin sín til þess eins að tryggja sér svona dásemdarköku? 

Velkomin í Bakað með Betty, tímamótavefþætti sem hafa þann eina tilgang að auðvelda þér lífið. Í þessum þætti sýnir Berglind Hreiðarsdóttir á Gotteri.is okkur hvernig á að baka einfalda skúffuköku sem slær alltaf í gegn. 

Við bökuðum kökuna og gáfum starfsfólki Árvakurs að smakka. Það voru allir sammála um að kakan væri mögulega besta kaka sem þau hefðu smakkað.  

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/
mbl.is
Loka