Súkkulaðibomba með þristum

Ekta brownies með kakó og Þrista lakkríssúkkulaði - já takk!
Ekta brownies með kakó og Þrista lakkríssúkkulaði - já takk! mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Það er á þessum tímum sem við eigum að gera vel við okkur. Hér er súkkulaðibomba úr smiðju Hildar Rutar sem innihalda Þrista lakkríssúkkulaði – það þarf varla að segja meira.

Hildur tók þessar dásamlegu „chewy“ brownies með sér í matarboð þar sem þær slógu rækilega í gegn. En brúnkurnar eru fullkomnar með ís eða þeyttum rjóma.

Kakan sem sló í gegn

 • 200 g smjör
 • 5 dl sykur
 • 3 msk kakó frá Kötlu
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. salt
 • 1 msk. vanilludropar frá Kötlu
 • 4 egg
 • 3,5 dl hveiti
 • 1 poki þristur

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið á vægum hita og hrærið sykrinum saman við. Passið að láta ekki bullsjóða.
 2. Hellið smjörblöndunni í skál og hrærið kakói, lyftidufti, salti og vanilldropum saman við. Mér finnst gott að nota hrærivélina.
 3. Hærið eggjunum saman við og að lokum hellið hveitinu út í og blandið vel saman.
 4. Hellið í eldfast form með bökunarpappír. Ég notaði 28×28.
 5. Skerið þrista í bita og dreifið jafnt yfir kökuna.
 6. Bakið í um 30 mínútur við 180°C. Kakan á að vera frekar blaut í miðjunni eða „chewy“.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is