Páskaeggin sem eru að gera allt vitlaust

Ljósmynd/Nói Síríus

Allir þeir sem gerðu sér ferð í Nóa-Síríus í dag gripu í tómt því þar voru formlega engin páskaegg eftir lengur. Ljóst er að mikið verður borðað af súkkulaði komandi helgi og hafa nýju eggin frá Nóa mælst gríðarlega vel fyrir að sögn Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa-Síríusar, og hafa eggin klárast hratt í verslunum að hennar sögn.

„Vegna covid og tilmæla frá yfirvöldum um að senda helst bara einn aðila úr hverri fjölskyldu í búðina ákváðum við að útbúa rafrænan páskabækling þannig að allir eiga að hafa tök á að skoða úrvalið vel og vanda valið áður en haldið er af stað í búðina,“ segir Helga en bæklinginn má nálgast hér.

 „Við erum með þrjú ný egg í ár en við njótum þess að geta leyft neytendum að fá sitt uppáhaldssúkkulaði sem páskaegg! Í ár eru það Síríus-kremkexegg, Síríus-Trompegg og Nóa-Krispegg. Ég get engan veginn valið á milli þeirra,“ segir Helga.

„Trompeggið er nokkuð sem margir hafa beðið lengi, en í egginu sjálfu leynast litlir Tromp-bitar og svo er það að sjálfsögðu fyllt með girnilegu Nóa-nammi. Kremkexeggið er klassík sem flestir ættu orðið að þekkja úr Síríus-rjómasúkkulaðilínunni okkar, þar eru kremkexbitar í skelinni sem blandast dásamlega vel við Síríus-súkkulaðið,“ segir Helga.

„Nóa Krisp er nýjasta vörumerkið okkar en við höfðum svo mikla trú á því að við ákváðum strax að bjóða upp á það sem páskaegg og viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa. Þetta egg er hin fullkomna blanda af stökkum krispkúlum á móti mjúku rjómasúkkulaði sem bráðnar á tungunni,“ segir Helga að lokum og bætir því við að ef þessi egg henti ekki sé af nógu að taka eins og alltaf hjá Nóa-Síríusi.

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus. Eggert Jóhannesson
mbl.is