H&M Home og Jonathan Adler í samstarf

Jonathan Adler.
Jonathan Adler. Ljósmynd/H&M Home

Þær fregnir berast úr hönnunarheiminum að hönnuðurinn Jonathan Adler ætli að hanna línu fyrir H&M Home. Kemur línan í almenna sölu hinn 14. nóvember og ef að líkum lætur verður hún stórkostleg.

Fyrir þá sem ekki þekkja Adler þá hannar hann bæði húsgögn og skrautmuni til heimilisins. Hann notar sterka liti, mynstur og form og er óhræddur við að brjóta allar reglur.

Adler nýtur gríðarlegra vinsælda og því má með sanni segja að samstarfið við H&M Home sé hvalreki fyrir fagurkera um heim allan. Þetta er jafnframt í fyrsta skiptið sem H&M Home fer í samstarf við þekktan hönnuð.

Það er því eins gott að merkja dagsetninguna því fastlega má búast við að allir gripirnir seljist upp á örskotsstundu.

Heimild: Elle Decor

Fallegar skálar sem sóma sér vel á hvaða borðstofuborði sem …
Fallegar skálar sem sóma sér vel á hvaða borðstofuborði sem er - eða í eldhúsinu undir ljúffengt góðgæti. Ljósmynd/H&M Home
Kaffibollar með einkennistákni Adler sem eru andlit.
Kaffibollar með einkennistákni Adler sem eru andlit. Ljósmynd/H&M Home
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert