Eldhús fyrir þá allra svölustu

Ljósmynd/Patricia Bustos Studio

Eftir langan og erfiðan vetur og núna sóttkví og samkomubann þurfum við nauðsynlega smá lit í tilveruna. Flest erum við búin að eyða meiri tíma í eldhúsinu en venjulega og miðað við hvað málningarverslanir auglýsa þessa dagana má fastlega búast við að hálf þjóðin sé komin í framkvæmdir innandyra. Og því ber að fagna.

Hér getur að líta eldhús sem mér þykir eitt það stórkostlegasta sem sést hefur í lengri tíma. Það fyrsta sem grípur augað eru skápahurðirnar sem eru allar í línulegum formum og síðan eru höldurnar hringlaga. Litapallettan er einföld: Bleikur og grænn. Hins vegar leikur hönnuðurinn sér að mismunandi grænum og bleikum tónum sem eykur dýptina mikið. Veggirnir eru bleikir, loftið er grænt, gólfið er flísalagt með mósaík og eyjan er úr marmara. Það er óhætt að segja að hér sé litað rækilega út fyrir og gleðin sem sést er algjörlega stórkostleg.

Þetta eldhús er gott dæmi um það hvað gerist þegar hönnun er tekin lengra en það sem hefðbundið telst og þegar leikgleðin fær að njóta sín til fullnustu. Hér er enginn ótti við liti á ferðinni enda engin ástæða til.

Ljósmynd/Patricia Bustos Studio
Ljósmynd/Patricia Bustos Studio
Ljósmynd/Patricia Bustos Studio
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »