Taílensk súpa sem svíkur engan

Ljósmynd/Gott í matinn

Hér gefur að líta frábæra súpu. Hún er bragðsterk og góð enda undir austurlenskum áhrifum. Það skemmtilega við hana er að þú ræður hvort þú setur í hana rækjur eða eitthvað annað  eins og til dæmis kjúkling. Eða hefur hana bara grænmetis. Þitt er valið.

Taílensk súpa

4 skammtar

 • 1 dl hrísgrjón soðin í 2 dl vatni
 • 3 msk. smjör
 • 400 g risarækjur
 • 3 stk. hvítlauksgeirar
 • 1 stk. laukur
 • 1 msk. rauð paprika
 • 2 cm ferskt engifer
 • 4 tsk. rautt karrípaste
 • 1 tsk. karrí
 • 3 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
 • 400 ml kókosmjólk í dós
 • 1 lítri vatn
 • 2 stk. grænmetisteningar
 • 4 msk. ferskt kóríander
 • 1 límóna, safinn
 • salt og pipar

Aðferð:

 1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin í 2 dl af vatni.
 2. Gott er að slökkva undir grjónunum þegar vatnið er alveg að verða búið og setja lokið á pottinn, þannig klára þau að eldast í gufunni.
 3. Setjið smjör á pönnu, setjið rækjurnar á pönnuna ásamt salti og pipar og steikið þar til þær eru tilbúnar. Passið ykkur að elda þær ekki of mikið því þá verða þær seigar. Gott er að elda þær í um þrjár mínútur á hvorri hlið.
 4. Þegar rækjurnar eru fulleldaðar setjið þær þá í skál og geymið þar til súpan er tilbúin.
 5. Þeir sem nota eldaðar rækjur þurfa ekki að steikja þær heldur setja þær beint ofan í súpuna.
 6. Skerið lauk, papriku og hvítlauk niður og steikið á pönnunni.
 7. Rífið engifer saman við og hrærið saman.
 8. Bætið rauðu karríi og karríi saman við ásamt kókosmjólk og rjóma.
 9. Blandið vatni saman við ásamt grænmetisteningunum og hrærið þar til súpan fer að sjóða. Gott er að leyfa henni að sjóða í rúmar 10 mínútur til að leyfa henni að þykkna.
 10. Setjið hrísgrjónin saman við ásamt rækjunum og koríander.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is