Nói Síríus með goðsagnarkennt nýtt nammi

Hið sívinsæla sumarkropp Nóa Síríus er komið í verslanir en í ár var farin óhefðbundin leið þar sem ákveðið var að heiðra gamalt vörumerki.

„Þetta á án efa eftir að kæta dygga Malta unnendur,” segir Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus um sumarkroppið sem verður þó einungis framleitt í takmörkuðu upplagi eins og síðastliðin ár.

Hver man ekki eftir Malta?
Hver man ekki eftir Malta?

Helga segir að vinnan við sumarkoppið sé alltaf ótrúlega skemmtileg. „Við skoðum vel hvaða straumar hafa verið vinsælir á nammimarkaðinum það árið og prufum okkur áfram. Fólk virðist hafa gaman af því að ræða um og rifja upp gamlar vörur frá okkur en það hefur verið mikil umræða á netinu undanfarið, meðal annars um Malta súkkulaðið og var því ákveðið að nota það sem innblástur í sumarkroppið í ár. Útkoman var þetta skemmtilega kropp með möltuðum kex kúlum,” segir Helga en ljóst er að hið goðsagnarkennda Malta súkkulaði á sér marga aðdáendur sem syrgja enn brotthvarf þess úr búðarhillum.

„Það munu eflaust einhverjir spyrja sig af hverju að koma með nýja vöru undir gömlu vörumerki en þetta er okkar leið til að heiðra gamla og skemmtilega vöru en við höfum því miður ekki tök á að framleiða gamla Malta súkkulaðið í sinni upprunalegu mynd með núverandi vélabúnaði,” segir Helga en eins og fyrri ár þá kemur þetta Kropp bara í takmörkuðu upplagi þannig að það er um að gera að smakka strax.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríus. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert