Besta leiðin til að þrífa sílikonform

Áttu í erfiðleikum með að þrífa sílikonformið þitt? Við erum …
Áttu í erfiðleikum með að þrífa sílikonformið þitt? Við erum með lausnina. mbl.is/Colourbox

Sílikonform eru algjör snilld þegar kemur að bakstri, en þola ekki alveg allt eins og við höldum.

Sílikon er þannig búið að það þolir háan hita og kökurnar renna leikandi létt úr forminu. En það er eitt sem formið þolir ekki! Helstu þrifspekúlantar hafa talað og upplýsa okkur um hvernig sé best að þrífa bökunarform úr sílikoni.

Heitt vatn
Flestir vilja meina að best sé að þrífa formið upp úr heitu vatni en spekúlantar eru á öðru máli. Þeir segja að best sé að nota sulfo til að þrífa formið eftir bakstur. Þetta snýst allt um að ná olíubrákinni af sílikoninu án þess að eyðileggja formið. Notið því mjög heitt vatn til að þrífa formið.

Uppþvottavél
Uppþvottavélar eru misjafnar eins og flest önnur tæki. Sílikonform eiga vel að þola snúning í uppþvottavélinni, en setjið þá formið í efri grind og stillið á létt prógram.

Hiti, hiti og hiti
Ef að deig hefur brennt sig fast við formið þá getur meiri hiti reddað málunum. Settu formið aftur inn í ofn á 250° og brenndu restarnar af.

Natron
Ef þú hefur prófað allt en formið virðist enn þá vera hálffitugt að innan, skaltu prófa natron. Búðu til þykkt „krem“ úr natron og vatni og smyrðu á formið. Láttu formið þorna og þvoðu svo eins og venja er.

Þetta máttu aldrei nota
Þvottaefni má aldrei nota í þrif á sílikonformum, það eyðileggur formið. Sama gildir um grænu hliðina á einnota svampi, hann fer illa með sílikonið.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert