Eina lífrænt vottaða kaffihús landsins opnar á ný

Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaffi Kaju, Kaju Organics …
Karen Jónsdóttir sem á og rekur Kaffi Kaju, Kaju Organics og Matbúr Kaju. Árni Sæberg

Veitingastaðir og kaffihús opna nú hver á fætur örðum og þau gleðitíðindi berast ofan af Skaga að eina lífrænt vottaða kaffihús landsins sé að opna á ný.

Hér erum við að sjálfsögðu að tala um Cafe Kaju og Matarbúr Kaju sem hefur verið lokað í yfir einn og hálfan mánuð. Að sögn Karenar Jónsdóttur, eiganda og stofnanda Kaju, er mikil eftirvænting að opna á ný og af því tilefni verða nýjar áherslur kynntar eins og bústbar og fleira girnilegt.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman