Kjúklingaréttur með geggjaðri fyllingu og sósu

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Það er engin önnur en meistarakokkurinn Halla Bára Gestsdóttir sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem er einstaklega girnileg.

Hún segir réttinn einnig góðan í afganga daginn eftir en þá sé gott að skera hann aðeins niður og hita í ofni eða á pönnu. Eins sé ekkert mál að snúa uppskriftinni yfir á góðan fisk og nota þá fyllinguna ofan á væna fiskbita.

Uppskriftin sé góð með ofnbökuðum kartöflum, kartöflustöppu, hrísgrjónum og ýmsu öðru.

Kjúklingaréttur með brie og brokkólí

6 skammtar

Kjúklingur:

 • 6 stk. kjúklingabringur
 • 2 tsk. salt og pipar
 • 2 tsk. paprikuduft
 • 2 tsk. blandað jurtakrydd, t.d. herbes de provence
 • 1 dl góð ólífuolía

Fylling:

 • 6 stk. brokkólíhnoðrar (6-8) 3
 • msk. sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn
 • 1 dl rifinn cheddarostur frá Gott í matinn
 • 1⁄2 tsk. salt og pipar
 • 2 1⁄2 dl rjómi frá Gott í matinn

Sósa:

 • 3 dl kjúklingasoð
 • 15 cm blaðlaukur, skorinn fínt
 • 2 dl capers (magn eftir smekk)
 • 100 g Bónda-brie, skorinn í bita
 • 30 stk. vínber, skorin í tvennt
 • salt og pipar
 • smjör

Kjúklingur:

 1. Skerið kjúklingabringurnar í fiðrildi, inn í þær svo þær opnist og fyllingin komist þar fyrir.
 2. Setjið í matvinnslupoka eða í stóra skál, öll krydd og olía yfir og blandið vel.
 3. Hitið pönnu eða pott á meðalhita með smá olíu.
 4. Brúnið kjúklinginn á báðum hliðum án þess að elda hann í gegn. Einungis til að ná gylltri áferð.
 5. Kælið.

Fylling:

 1. Skerið eða rífið brokkolíhnoðra aðeins niður.
 2. Hrærið allt hráefnið saman í skál og smakkið til með salti og pipar.
 3. Smyrjið þykku lagi af fyllingu á annan helming kjúklingsins og lokið honum. Það er gott að stinga tannstöngli í bringuna til að halda henni lokaðri.
 4. Setjið fylltar bringurnar í gott ofnfast mót með háum brúnum.

Sósa:

 1. Hitið smjörklípu á pönnu á meðalhita. Mýkið blaðlauk, setjið capers saman við.
 2. Hellið soði yfir, þá rjóma og látið milda suðu koma upp.
 3. Látið ostinn saman við og leyfið honum að bráðna.
 4. Smakkið til með salti og pipar.
 5. Hellið sósunni í fatið með kjúklingnum. Látið eina smjörklípu ofan á hverja kjúklingabringu.
 6. Stingið fatinu í 180 gráðu heitan ofn. Eldið í 20-30 mínútur, ath. að eldunartími fer eftir stærð og þykkt á bringum.
 7. Takið þá úr ofninum og stráið vínberjum yfir allt.
 8. Berið fram.
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is