Friends-matreiðslubókin loksins væntanleg

Sjónvarpsþættirnir Friends eru afar vinsælir og mörg atriði sem telja …
Sjónvarpsþættirnir Friends eru afar vinsælir og mörg atriði sem telja má bráðfyndin.

Aðdáendur þáttanna Friends geta tekið gleði sína því 22. september kemur út matreiðslubókin Friends sem mun innihalda allar frægustu uppskriftirnar úr þáttunum.

Bókin inniheldur yfir 90 uppskriftir og við hverja uppskrift stendur úr hvaða þætti hún er.

Þannig ættu aðdáendur þáttanna nú að geta eldað sig í gegnum gleðina því eins og við öll vitum var Monica Geller kokkur í þáttunum og því má búast við frábærum uppskriftum — þá ekki síst þakkargjörðarhátíðarveislumáltíðauppskriftum því á hverju ári var gerður slíkur þáttur.

mbl.is