Lúxusbleikja á 30 mínútum

Dásamleg bleikja með fylllingu a la Hildur Rut á Trendnet.
Dásamleg bleikja með fylllingu a la Hildur Rut á Trendnet. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er einföld uppskrift að lúxusmat sem tikkar í öll boxin. Bleikja með trylltri fyllingu í boði Hildar Rutar sem segir það taka rétt um hálftíma að matreiða réttinn.

„Þessi blanda er einstaklega ljúf og mér finnst alls ekki nauðsynlegt að bera réttinn fram með sósu. Quinoa eða bakaðir kartöflubátar og ferskt salat er gott meðlæti með bleikjunni. Mér finnst mjög gott að blanda fersku grænmeti við quinoa. Mæli með að þið prófið þetta. Ferskt, hollt og gott!“

Lúxus bleikja á 30 mínútum (fyrir 2-3)

 • 500 g bleikja
 • 1 dl spínat
 • 1 dl fetaostur
 • 1 dl sólþurrkaðir tómatar
 • 10 döðlur
 • 2 msk. ólífuolía
 • Salt & pipar

Aðferð:

 1. Skerið spínatið, sólþurrkuðu tómatana og döðlurnar smátt og stappið fetaostinn.
 2. Blandið öllu saman í skál ásamt ólífuolíunni.
 3. Leggið bleikjuna á bökunarplötu þakta bökunarpappír og látið roðið snúa niður.
 4. Saltið og piprið bleikjuna.
 5. Dreifið spínatblöndunni jafnt ofan á bleikjuna og bakið hana í 15 mínútur við 200° eða þar til bleikjan er orðin fullelduð.
 6. Gott að bera hana fram með fersku salati og quinoa eða kartöflum.
Auðveldur réttur sem fjölskyldan mun elska.
Auðveldur réttur sem fjölskyldan mun elska. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert