Svona er hugsað um föt konungsfjölskyldunnar

AFP

Það er ekki á allra færi að sjá um fata­skápa kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar og maður skyldi ætla að þar lumi menn á góðum ráðum þegar kem­ur að því að losna við bletti og hirða al­mennt um föt. Alicia Hea­ly starfaði í fjölda ára hjá kon­ungs­fjöl­skyld­unni í Bretlandi þar sem hún annaðist meðal ann­ars fatnað og gaf á dög­un­um út bók þar sem hún deil­ir góðum ráðum sem hún lærði.

Herðatré: Meðal þess sem þar kem­ur fram er að herðatré úr vír, eins og fata­hreins­an­ir nota, eru á al­gjör­um bann­lista. Flík­urn­ar fara ekki vel á slík­um herðatrjám og hanga illa. Upp­á­halds­herðatré Hea­ly eru velúr­klædd herðatré eða önn­ur sem eru með gúmmífóðringu eða sam­bæri­legu á til að flík­urn­ar renni ekki af herðatrénu.

Hvít­ir skór: Það er al­gjör­lega bannað að vera í skít­ug­um skóm í höll­inni og hér seg­ir Hea­ly að besta ráðið sé að nota töfra­svamp á verkið.

Peys­ur sem hlaupa: Það er eng­in ástæða til að ör­vænta þó að for­láta ullarflík hlaupi í þvotti. Reynsl­an sýn­ir að oft­ast er hægt að ná flík­inni til baka með réttri meðhöndl­un enda sé ull af­skap­lega meðfæri­legt efni. 

  • Setjið flík­ina í skál með volgu vatni og góðri ull­arsápu. Látið peys­una liggja í bleyti í 15-20 mín­út­ur.
  • Takið peys­una upp úr og kreistið peys­una var­lega til að ná bleyt­unni úr henni. Leggið hana á hand­klæði og fletjið hana vel út.
  • Rúllið hand­klæðinu upp til að ná vökv­an­um úr henni. Meðan peys­an er enn þá rök skal setja hana á annað hand­klæði og teygja peys­una eins og þið getið. Ull er af­skap­lega meðfæri­leg þannig að peys­an ætti að ná sínu fyrra formi sé þetta gert al­menni­lega.  
  • Látið peys­una þorna út­flatta á hand­klæði.

Þvott­ur á ull: Sé um vandaðar og viðkvæm­ar flík­ur að ræða skyldi ávallt þvo þær á röng­unni og aldrei nota mýk­ing­ar­efni.

AFP
mbl.is