Bernaise sósa með trufflum og chili

Ein stórkostlegasta sósa síðari ára er án efa þessi trufflu-chili-béarnaisesósa ... gjörið svo vel.

Trufflu-chili-béarnaise

  • 1 dl eggjarauður, gerilsneyddar
  • 500 g smjör
  • 1 tappi béarnaise-essens (tappinn af essensflöskunni)
  • 2 tsk. estragon
  • 1 tsk. srirachasósa
  • ½ tsk. truffluduft
  • salt

Eggjarauðurnar þeyttar þar til þær eru léttar, ljósar og þykkar. Smjörið brætt á lágum hita. Síðan er smjörinu hellt rólega saman við rauðurnar og hrært í á meðan. Þá er sósan krydduð með essens, estragon, srirachasósu og truffludufti og smökkuð til með salti.

Kristinn Magnússon
mbl.is