Fjarlægði blettina með handspritti

Handspritt getur gert kraftaverk í þrifum á erfiðum blettum.
Handspritt getur gert kraftaverk í þrifum á erfiðum blettum. mbl.is/Colourbox

Kona nokkur deildi snilldarráði um hvernig fjarlægja megi erfiða bletti með handspritti einu saman.

Zoe Jenkins er móðir tveggja barna sem eiga það til að missa matinn á gólfið – bara svona eins og gengur og gerist á flestum heimilum með börn. En dóttir hennar missti tikka masala-kjúklingarétt á gólfteppið sem þykir ekki það auðveldasta að hreinsa – enda sterk litarefni í sósunni. Hún sprautaði gelhandspritti beint á blettinn og lét standa í 15 sekúndur – því næst nuddaði hún blettinn burt með stífari hlutanum á svampi.

Samkvæmt hreingerningaspekúlentum þarna úti virkar handspritt eins og blettahreinsir út af háu áfengismagni sem finnst í mörgum sprittanna. Zoe ráðlagði þó að nota teppahreinsi eftir á til að ná restinni af blettinum burt. Þess má geta að Zoe tók fyrst eftir blettinum um 12-18 klukkustundum eftir að dóttir hennar hafði sullað niður, og samt sem áður virkaði efnið svona vel á blettinn.

Handsprittið sem Zoe notaði til að þrífa tikka masala upp …
Handsprittið sem Zoe notaði til að þrífa tikka masala upp úr gólfteppinu. mbl.is/Jam Press
Blettirnir voru orðnir þurrir og harðir er Zoe tók fyrst …
Blettirnir voru orðnir þurrir og harðir er Zoe tók fyrst eftir þeim. mbl.is/Jam Press
Zoe með eiginmanni og tveimur börnum.
Zoe með eiginmanni og tveimur börnum. mbl.is/Jam Press
mbl.is