Sjóðheit íslensk sumarbústaðaeldhús

mbl.is/fasteignavefurinn

Íslensk sumarbústaðaeldhús eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Við ákváðum að taka smá hringferð um fasteignavefinn og sjá hvað er í boði og hver heitustu trendin virðast vera.

mbl.is/fasteignavefurinn

Þetta eldhús er að kafna úr krúttheitum og eldavélin er mögulega það svalasta sem sést hefur lengi. Fyrir þá sem hafa urrandi ímugust á furu þá yrði þetta eldhús jafn flott ef það væri málað. Þó ekki með krítarmálningu.

Viðeyjarsund

mbl.is/fasteignavefurinn

Hvít l-laga innrétting. Efri skápar og neðri skápar. Ísskápur sem snýr öfugt.

Öldubyggð

mbl.is/fasteignavefurinn

Hér er IKEA í forgrunni og lítið gert til að leika sér með lofthæðina sem er einstaklega spennandi.

Vallarholt

mbl.is/fasteignavefurinn

Svona eldhús færðu þegar þú kaupir þér sumarbústað á 92 milljónir. Engin kofastemning hér.

Skálabrekkugata

mbl.is/fasteignavefurinn

Hér er ekkert verið að grínast. Einbýlishús í dulargervi sumarbústaðar en er í reynd bara einbýlishús með IKEA-innréttingu og öllu eins og vera ber.

Kerhraun

mbl.is/fasteignavefurinn

Ást húseigenda á krítarmálningu er augljós og kemur ágætlega út. Eldhúsið er hvítmálað og fremur rómantískt en því miður erum við bara með mynd af hálfu eldhúsinu sem er leiðinlegt. Eldhúsið er stúkað skemmtilega af með háum hliðum sem kemur vel út.

Kjarrmói

mbl.is/fasteignavefurinn

Hér er um að ræða danska hönnun í 25 fm húsi sem hægt er að skeyta öðru húsi við. Fremur snjallt en því miður fáum við bara mynd af hálfu eldhúsinu. Það lofar þó góðu og er skemmtilega stílhreint og fremur ólíkt því sem við eigum að venjast í íslenskum sumarhúsum.

Ásabraut

mbl.is/fasteignavefurinn

Hér örlar á einhverju nýju en viðurinn í bústaðnum er dökkbæsaður sem gerir ótrúlega mikið fyrir hann. Eldhúsið til háborinnar fyrirmyndar og heilt yfir er þetta einstaklega vel heppnað eldhús.

Austurbrúnir

mbl.is