Þess vegna áttu að geyma ís á hvolfi

Nýjustu fregnir herma að við eigum að geyma ísinn á …
Nýjustu fregnir herma að við eigum að geyma ísinn á hvolfi inni í frysti. mbl.is/Colourbox

Jæja gott fólk, helstu ísframleiðendur heims hafa talað og segja að okkur beri að geyma ísinn á hvolfi inni í frysti.

Við rákumst á húsráð hjá Ben & Jerry‘s sem eru alls ekki ókunnir þegar kemur að framleiðslu á ís í alls kyns bragðtegundum. En þeir vilja meina að við eigum að geyma ísinn á hvolfi inn í frysti, þannig að lokið snúi niður á við og botninn upp í loft. Af hverju? Jú, ástæðan er einföld – þá losnum við undan öllu frostinu sem myndast á toppnum á ísnum þegar við geymum hann í frysti eftir að hafa opnað hann. En slíkt myndast þegar raki yfirgefur ísinn og sameinast rakanum í andrúmsloftinu. Sérstaklega ef ísinn byrjar aðeins að bráðna og þú setur hann aftur inn í frysti. Með því að snúa ísboxinu á hvolf, þá sleppur þú við þessi vandræði.

Eitt ber þó að varast! Ef ísinn hefur bráðnað það mikið, skaltu sjá til þess að hann sé örugglega með lokið vel fast á áður en þú snýrð honum við – til að hann leki ekki út um allt. Eins er gott að geyma ísinn alveg aftast í frystinum til að hann fái ekki heita loftið á sig í hvert sinn sem þú opnar frystinn.

Ísframleiðandinn Ben & Jerry's segir að best sé að geyma …
Ísframleiðandinn Ben & Jerry's segir að best sé að geyma ís á hvolfi til að sporna við að frost festi sig á toppnum. mbl.is/Ben & Jerry's
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert