Trúlega besta terta sem Albert hefur smakkað

Albert og Sigurlaug.
Albert og Sigurlaug. Ljósmynd/Albert Eiríksson

Okkar ástkæri Albert er duglegur að mæta í kaffiboð og taka út verklag og bragðgæði eins og honum einum er lagið. Hann mætti í kaffi til hinnar geðþekku útvarpskonu Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur sem bakaði að sögn Alberts trúlega eina þá bestu tertu sem hann hefur smakkað. Kakan heitir hinu skemmtilega nafni Brjálaða Ingiríður og er brjálæðsilega góð döðluterta að mati Alberts – og ekki lýgur hann.

Brjálaða Ingiríður

  • 1 b döðlur
  • 1/2 b saxað súkkulaði
  • 1/2 b kókosmjöl
  • 1 b sykur
  • 2 egg
  • 2 tsk. vanilla
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 2 msk. kalt vatn
  • 3 msk. hveiti

Blandið öllu saman, setjið í hringlaga form og bakið við 200°C í 20-30 mín.

Ljósmynd/Albert Eiríksson
Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert