Mascarponeostur kominn í nýjar umbúðir

Ljósmynd/Aðsend

Íslenskur mascarponeostur er nú kominn í nýjar umbúðir undir merkjum matargerðarlínu MS sem nefnist Gott í matinn.

Mascarpone er rjómaostur sem hefur verið framleiddur á Íslandi frá árinu 1995 en hann á ættir að rekja til Ítalíu.

Frægasti rétturinn sem osturinn er notaður í er án efa hinn ítalski og geysivinsæli tíramisú en mascarpone er einnig mikið notaður í ostakökur, pasta- og kjúklingarétti og í bakstur svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert