Syndsamlega gott nachos með kjúklingi, cheddar og rjómaosti

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Það er engin önnur en Halla Bára Gestsdóttir sem á heiðurinn af þessari snilld. Hér erum við að tala um allt það sem við elskum mest; kjúkling, ost og Mexíkóstemningu. 

Þetta er því klárlega uppskrift sem allir þurfa að prufa!

Nachos með kjúklingi, cheddar og rjómaosti

Kjúklingur:
  • 3 stk. kjúklingabringur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. chipotle-paste, tilbúið í krukku (2-3 msk.)
  • 31⁄2 tsk. hunang
  • 1 stk. lime, kreistur safi og rifinn börkur
Ostasósa:
  • 3 1⁄2 msk. smjör
  • 3 msk. hveiti
  • 500 ml mjólk
  • 200 g rifinn cheddarostur frá Gott í matinn

Samsetning:

  • 200 g rifinn gratínostur frá Gott í matinn
  • 5 stk. vorlaukar, skornir fínt
  • 2 stk. paprikur, græn og rauð
  • 200 g svartar baunir, niðursoðnar
  • 1 stk. mexíkóostur, rifinn
  • hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
  • 6 stk. tortillur
  • nachos
  • jalapeno, magn eftir smekk
  • ferskt kóríander

Kjúklingur

  1. Skerið kjúklinginn í strimla.
  2. Hrærið allt hráefnið saman og blandið vel.
  3. Nuddið kjúklinginn vel upp úr marineringunni. Ekki verra að leyfa honum að liggja aðeins í leginum.
  4. Steikið á pönnu þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Ostasósa
  1. Bræðið smjörið á vægum hita í potti.
  2. Hrærið hveitið saman við með písk þar til úr verður þykk bolla.
  3. Hellið þá mjólkinni í nokkrum skömmtum út í hveitibolluna og hrærið vel í hvert sinn þar til úr verður kekkjalaus jafningur. Hann er mjög þykkur í fyrstu en þynnist svo í hvert sinn.
  4. Þegar jafningurinn er orðinn hæfilega þykkur og kekkjalaus er rifnum osti stráð í nokkrum hlutum saman við hann og hrært vel þar til osturinn er bráðinn.

Samsetning

  1. Takið fram rúmgott fat sem má fara í ofn eða ofnskúffu. Hitið ofn í 200 gráður. Athugið að allt hráefnið í samsetninguna þarf að skiptast niður milli laga. Kjúklingurinn fer í tvö lög.
  2. Smyrjið ostasósu í botninn á fatinu. Leggið tortillur í botninn, gott að skera þær til svo þær passi vel í formið. Stráið rifnum osti yfir tortillurnar, þá kjúklingi, vorlauk, papriku, baunum, mexíkóosti og loks klípum af rjómaosti hér og þar.
  3. Endurtakið þetta ferli með því að leggja yfir annað lag af tortillum með ostasósu og öllu sem fylgir.
  4. Yfir það lag fara ekki tortillur heldur nachos-flögur og er rifnum ostum, vorlauk, papriku, baunum og svo jalapeno stráð yfir og inn á milli. Ostasósu er dreypt yfir. Gott að setja nachos aftur yfir og róta smá til í þessu efsta lagi. Hér má líka setja nokkra dropa af sósunni.
  5. Stingið í heitan ofn og hitið þar til ostarnir hafa bráðnað og tortillurnar hitnað vel.
  6. Stráið fersku kóríander yfir áður en rétturinn er borinn fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert