Stökkt og bragðmikið kjúklingasalat

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við með dásamlegt salat sem er fullkomið fyrir helgina. Stökkt og ómótstæðilegt - alveg eins og við viljum hafa það.

Það er Linda Ben sem á heiðurinn að þessari uppskrift eins og henni einni er lagið.

Stökkt og bragðmikið kjúklingasalat

  • 6 úrbeinuð klúklingalæri
  • Kjúklingakryddblanda
  • 1 búnt grænkál
  • 1 st. gulrót
  • 1 stk. rauð paprika
  • 1 stk. rautt epli
  • 1 msk. furuhnetur
  • 1 dl fetaostur
  • Hvitlaukssósa

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir+yfir.
  2. Kryddið kjúklingalærin vel með kryddinu, setjið þau í eldfastmót og bakið þar til þau eru elduð í gegn, u.þ.b. 30 mín.
  3. Á meðan kjúklingurinn er inn í ofninum, skerið þá grænmetið og eplið smátt niður, flysjið gulræturnar í strimla með grænmetisflysjara.
  4. Raðið grænmetinu á disk, skerið kjúklinginn smátt niður og dreifið yfir.
  5. Dreifið furuhnetum og fetaosti yfir salatið og berið fram með hvítlaukssósu.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert