Nýir litir í vinsælu matarstelli

Nýjir litir í matarstelli frá Kähler.
Nýjir litir í matarstelli frá Kähler. mbl.is/ © Kähler

Hið vinsæla matarstell URSULA frá Kähler hefur fengið nýja litapallettu sem auðveldlega má blanda saman við aðra gersemar.

Dempaðir jarðlitir einkenna nýju vörurnar frá Kähler, þar sem matarstellið stækkar litagleðina um helming, en URSULA-vörulínuna hannaði Ursula Munch-Petersen árið 1991 fyrir Kähler – þar sem hugmyndin var að afnema form og liti sem einkenna mörg hversdagsstell og í stað þess hanna nýtt útlit sem passar nútímalífsstíl. Matarstellið er með því vinsælla frá fyrirtækinu og með tilkomu nýrra lita, ættu nýir og gamlir aðdáendur að gleðjast.

Fallegir haustlitir í URSULA stellinu.
Fallegir haustlitir í URSULA stellinu. mbl.is/ © Kähler
mbl.is/ © Kähler
mbl.is/ © Kähler
mbl.is