Sjúklega sjarmerandi sveitaeldhús

Ljósmynd/Nordic Design

Þetta eldhús er eins skandinavískt og hugsast getur enda er það í Svíþjóð. Lofthæðin er hér nýtt til hins ýtrasta og innréttingin kemur einstaklega vel út. Nostrað er við hvert smáatriði og litapallettan mjúk og hlý.

Það þykir afar svalt að vera með eldavélina með þessum …
Það þykir afar svalt að vera með eldavélina með þessum hætt - þ.e. innfellda en með viftuna falda inn í veggnum. Litapallettan í eldhúsinu er alveg til fyrirmyndar. Ljósmynd/Nordic Design
Stílhreint og fallegt. Marmarinn nær fremur hátt upp og þá …
Stílhreint og fallegt. Marmarinn nær fremur hátt upp og þá taka hillurnar við sem einnig eru úr marmara. Ljósmynd/Nordic Design
Þessi stóri skápur er innbyggður en með glerhurðum þannig að …
Þessi stóri skápur er innbyggður en með glerhurðum þannig að hann þjónar sem hin fullkomna hirsla undir fallegt leirtau. Ljósmynd/Nordic Design
Borðstofan er sérlega falleg.
Borðstofan er sérlega falleg. Ljósmynd/Nordic Design
mbl.is