Bakaðu brauð í boxi - einfalt og gott brauð sem allir ráða við

BoxToBake eru brauð sem þú einfaldlega bakar í boxi - …
BoxToBake eru brauð sem þú einfaldlega bakar í boxi - tærasta snilld! mbl.is/Boxtobake

Hver hefði trúað því að við myndum baka brauð í boxi? Eflaust enginn! En þetta gerðum við, og útkoman varð að bragðgóðu brauði á köldum degi í desember.

BoxToBake er einfaldlega innihaldsefni í boxi, þar sem þú bætir við vatni, hrisstir saman og bakar í ofni – allt í einu boxi. Blandan í boxinu er framleidd úr hágæða þurrefnum sem gerir útkomuna eins gæðalega og hugsast getur. Eða í sambærilegum flokki, ef ekki betri en brauð frá bakara. Boxið þolir 280° hita í allt að tvær klukkustundir. Eins er það spreyjað að innan með náttúrulegri olíu, svo auðvelt er að ná brauðinu úr eftir baksturinn.

Hér um ræðir vöru sem hentar öllum þeim sem vilja auðvelda lífið í eldhúsinu, og það besta er að hér þarf ekki að kljást við neitt uppvask. BoxToBake fæst í ýmsum útfærslum í verslunum Hagkaups.

Ýmsar bragðtegundir eru í boði.
Ýmsar bragðtegundir eru í boði. mbl.is/Boxtobake
mbl.is