Geggjaðar nýjungar frá Bitz

Nýjar leirkrukkur frá Bitz sem hjálpa þér með skipulagið í …
Nýjar leirkrukkur frá Bitz sem hjálpa þér með skipulagið í eldhúsinu. mbl.is/Bitz

Við elskum gott skipulag í eldhúsinu, og erum handviss um að fleiri séu á sama máli. Nýjar leirkrukkur voru að líta dagsins ljós frá sjarmörnum Bitz, sem á eitt vinsælasta matarstell síðari ára.

Nú verður leikur einn að endurraða í skápa og skúffur á smekklegan og fallegan máta. Nýju krukkurnar frá Bitz munu leysa kaffipoka, kókosmjöl og allar óþarfa umbúðir af hólmi í eldhúsinu. Krukkurnar eru úr fallegum leir eins og aðrar vörur frá Bitz. Þær eru með eikarloki og með gúmmíhring sem gerir krukkurnar loftþéttar og henta þær því einstaklega vel undir matvæli.

Leirkrukkurnar fást í tveimur litum og þremur stærðum – og þá bæði stakar eða í setti í verslununum Bast, Snúrunni, Húsgagnahöllinni og Vogue.

Leirkrukkurnar fást í tveimur litum og þremur stærðum.
Leirkrukkurnar fást í tveimur litum og þremur stærðum. mbl.is/Bitz
Danski sjarmörinn, næringarfræðingurinn og hönnuðurinn - Christian Bitz.
Danski sjarmörinn, næringarfræðingurinn og hönnuðurinn - Christian Bitz. mbl.is/Bitz
mbl.is