Sænskur prins hannar matarstell

Nýtt lífsstílsmerki er kallast NJRD - en á bak við …
Nýtt lífsstílsmerki er kallast NJRD - en á bak við merkið er sænskur prins í fararbroddi. Mbl.is/Bernadotte & Kylberg

Sænska hönnunartvíeykið Bernadotte & Kylberg kynnir nýja stílhreina og afar smekklega vörulínu sem kallast Lines. Á bak við nöfnin eru Oscar Kylberg og sænski prinsinn Carl Philip Bernadotte.

Vörurnar eru framleiddar úr postulíni fyrir nýtt lífsstílsmerki á þeirra vegum er kallast NJRD. Lines er nútímalegt, stílhreint og sameinar tvenns konar mismunandi gljáa sem þjónar bæði fagurfræðilegum og hagnýtum tilgangi. Hlutirnir eru ýmist gljáandi að innan og mattir að utan eða öfugt – eða „áþreifanleg, sjónræn upplifun“, eins og NJRD kallar það. Skurði eða djúpar línur má eins sjá á brúnum, sem gerir það að verkum að þægilegra er að grípa í hlutina, og að sama skapi verða þeir áhugaverðari að skoða.

Bernadotte og Kylberg valdi Vitro-postulín í vörur sínar vegna þess hversu endingargott það er og framleiðir vörurnar í fjórum mismunandi litum – allt innblásið úr skandinavískri náttúru.

Vörulínan kallast Lines, og dregur innblástur úr skandinavískri náttúru.
Vörulínan kallast Lines, og dregur innblástur úr skandinavískri náttúru. Mbl.is/Bernadotte & Kylberg
Hlutirnir eru ýmist gljáandi að innan og mattir að utan …
Hlutirnir eru ýmist gljáandi að innan og mattir að utan – eða „áþreifanleg, sjónræn upplifun“, eins og NJRD kallar það. Mbl.is/Bernadotte & Kylberg
mbl.is